Tyranny of Dragons

The Hunt for Varram the White

an epic hunt

Ákveðið var að fara til Boareskyr Bridge, en þar var njósnari á vegum Leosin sem var á hælum Varram sem gat veitt ykkur frekari upplýsingar og fylgt ykkur til hans. Þegar þið komuð til Boareskyr Bridge fóru þið beint inn í tjaldbúðirnar og beint inn í  Bolo's Tentside inn. Þar rædduð þið aðeins við hana Bolo og Barnabus splæsti í hellings öl handa hópnum. Þið funduð Njósnarann (man ekki hvað hann heitir (Unnar)) ásamt kunningja hans (sem ég man ekki heldur hvað heitir (Addi)). Menn drukku aðeins öl og hvíldu sig svo. lagt var af stað um morguninn og haldið uppí Serpent Hills en þangað hafði Varram farið. Ferðin tók nokkurn tíma en var nokkuð greiðfarin. Menn rákust á undarlegt shrine, sem Arthanax tjáði mönnum að væri tileinkað Yuan-ti guðinum Merrshaulk. Áfram var haldið og komu þið að fornum rústum líklegast frá tíma Netheril, í smá dal milli tveggja brattra stein hæða. Þar voru tvær risastórar styttur sem stóðu við hliðina á opi. Þegar þið nálguðust stytturnar, snerust höfuð þeirra í átt að ykkur og sögðu "Halt! you come before Diderius, ether walker and conduit of clairvoyance. Behold ye now his wondrous triumphs. Diderius extends wisdom, and Diderius offers knowledge. Wich do you seek?" Allir svöruðu að þeir væru annað hvort að sækja sér "wisdom, eða knowledge". Síðan löbbuðu menn inní grafhýsi Diderius. Til að gera langa sögu stutta, börðust menn við mosaic Chimeru. Hurð sem hrundi af stað cave in og slasaði nokkra menn var opnuð og lokuð í kjölfarið. síðan var farið niður brattann stíg og þá réðst á ykkur rúllandu bolti búinn til úr beinagrindum sem sveifluðu sverðum og gripu óheppna menn með sér. Þið hittuð draug sem átti að passa bókasafn Diderius en hafði ekki staðið sig næginlega vel. Bað hún um að ef þið fynduð einhverjar bækur sem gætu átt heima í bókasafninu að þið mynduð skila þeim. Áfram var arkað inn í næsta herbergi og var þar risastór maður sem sat nánast steinrunnin í hásæti, við fætur hans var lítilfjörleg hrúga með ýmsu smáglingri og fór hann fram á smávæginlega gjöf sem þakklætisvott fyrir að fá að nálgast þekkingu eða visku Dideriusar. Arthanax ákvað að leggja 5 pp í púkkið og gólaði að það væri fyrir þá alla. menn fóru því næst að næstu hurð, en þegar þeir opnuðu hana reis risinn upp og réðst að þeim. hver og einn átti að gefa smávegis, sem þakklætisvott eða fórn, ekki var nægt að einn borgaði brúsann. (computer says no). Risinn var hratt og örugglega brytjaður niður og hélt síðan hersinginn áfram. í næsta herbergi mættu þeim skeggjaðir djöflar. Þeir sögðust vera að passa hurðina til norðurs, þeir áttu að drepa allt sem kom frá henni. Þeir virtust kannast við Pavlo og nefndu hann "the prophesied White Devil". í þessu herbergi voru tvær aðrar hurðir en sú sem þeir komu inn um. Skeggjuðu djöflarnir svöruðu því eftir að hafa verið spurðir að Varram hefði farið út um suður hurðina. í þá átt var haldið og eftir stutta stund var komið að herbergi með stórri laug. í laugina lá nokkurs konar aquaduct, en enginn vökvi var í henni. Á gólfinu var lík, örvar og blóðblettir. þið áttuð ykkur á því að líkið hafði ekki verið drepið með ör heldur með hníf, og miðað við skurðinn var talið að viðkomandi hefði verið drepinn með dragontooth dagger. 

Eftir smá leit fundu þið hurð sem leiddi að síðasta svefnstað Diderius. þar inni var Sarcophagus sem að öllum líkindum geymir jarðneskar leifar hans. Eftir að hafa leitað vel í grafhvelfingunni fundu þið leynihurð sem þið opnuðuð…….

Comments

OlafurG

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.