Tyranny of Dragons

Onwards to the Well

Eftir að hafa gert að sárum ykkar, höskuðu þið ykkur í suðurátt og komuð að lokum að Boareskyr Bridge, en þar hafði herinn safnast saman fyrir lokahnykkinn á leið sinni að Well of dragons. Eftir að þið höfðuð sagt frá árásinni spurðu þið hvort hægt væri að græja handa ykkur eitthvað af healing pots og fleiri góðgæti, einhverju var reddað þannig að þið gætuð farið af fullum krafti í að stöðva áætlun Cult of the Dragon um að reisa upp ægisvald hinar illu drottningu drekanna Tiamat. 

Eftir nokkura daga gang voru þið komnir nærri Well of the dragons sem staðsett er í norðurenda sunset fjallanna. Þar virtist sem dökkur veggur risi upp úr gígnum á eldfjallinu sem hefur ekki gosið í mörg hundruð ár. Þið fenguð lýsingar frá Harper njósnurum að í það minnsta 6 aðgangar væru inn í fjallið og voru þeir misfjölfarnir. Þið Ákváðu að fara fyrir enda fjallsins og ráðast inn í göng sem voru með minnstri umferð. á meðan þið komuð ykkur fyrir í stöðu færði herinn sig nær og undirbjó árás, sem átti að hefjast morgunin eftir. Þið komust inn í göngin og fóruð að mestu leyti hljóðlega um slátruðuð hægri vinstri illum költistum og varðdrekum þeirra, þið voruð síðan komnir að gatnamótum sem vísuðu til hægri og vinstri og þar létum við staðar numið síðast… 

View
How to slay a dragon or two
poor poor Gilly

…. Þið voruð nokkuð fljótir að taka við ykkur og koma ykkur í varnarstöðu, en óvinurinn þessa nótt var ekkert venjulegur. Það var sótt að ykkur frá 4 áttum gluggar voru brotnir og inn komu cultistar, þakið var rifið af og þar starði á ykkur risastór blár dreki, sem skyndilega breyttist í storm Giant og tók til við að berja á ykkur, utan við vesturglugga kom eldhnöttur og síðan köngulóarvefur. Arthas hljóp út og ætlaði sér að stöðva red wizardinn. Arthas var fljótlega umkringdur cultistum og áður en nokkur hafði séð neitt laumaðist launmorðingi í Arthas og í tveimur höggum var hann búinn að skewera Artas og taka af honum hægri hendina. á meðan var blái drekinn (Storm giantinn) að merja á Barnabus, Gwildor og Dainark. Arthas og Brier urðu upphaflega skíthræddur við Bláa drekann og reyndu að forðast hann eins og heitann eldinn. Bardaginn varð chaotískur og mikill og ekki minnkaði lætin þegar að annar dreki bættist við árásarhópinn, á honum var einnig maður íklæddur fagurbláum kufl, með bláa drekagrímu á andlitinu. Brier hafði tekist að kveikja í stórum hluta litlu sveitarkráarinnar og stóð hún í ljósum logum. Þó var slökkt í henni þegar látið var rigna haglélum og vatni yfir krána. Þið höfðuð ekki orðið varir við Gilly eða unnusta hennar frá því að bardaginn hófst. Seinni drekinn var svarblár og virtist hreifast eins og skuggi. Necrotískur eldur hans fór langt með að drepa allt og alla í kringum ykkur. Galvan, en það er nafn bláklædda galdramannsins sem var á baki blásvarta drekans, gerði ykkur lífið leitt með göldrum sínum og klækjum festi bæði Dainark og Barnabus í búri búið til úr hreinni galdraorku. En hetjurnar sem þið eruð létuð nánast ekki bilbug á ykkur finna. Þrátt fyrir að hafa verið á köflum stráfelldir þá var eitthvað yfirnáttúrulegt í loftinu, það var líkt og að einhver æðri vera kæmi í veg fyrir að þið létust allir. Arthanax (og reyndar Gwildor) eru klárir á því að það hafi verið vilji Kelemvor að þið mynduð ekki yfirgefa þennan heim alveg strax. Verkefni ykkar er ekki lokið. Þegar uppi var staðið höfðu þið þó sigur. Galvan komst þó undan, en blái drekinn, blái skuggadrekinn og blái hálfdreka launmorðinginn lágu allir í valnum ásamt 12 cultistum og einum rauð klæddum galdramanni. Auk þeirra féllu Gwildor og Pavlo. En með aðstoð Arthanax og Kelemvor voru þeir kallaðir frá Fugue planeinu og Hades til þess að halda áfram í baráttunni við Drekacultistana og þeirri tortímingu sem þeir ætla að kalla yfir Faerún með því að kalla fram hina ægilegu drottningu drekanna, sjálfa TIAMAT!!!!!!! 

Og þar hættum við síðast….. 

View
To Luskan and then to the well
A deal to (a) Keep

Eftir að smá verslunarleiðangur í WD skelltuð þið ykkur til Lady Larael og fenguð hana til þess að redda ykkur snöggu fari til Luskan, þegar þið lentuð þar var strax farið í Hosttower of the Arcane. Þið fenguð þar áheyrn æðstu manna. Létu þá fá bláu drekagrímuna til skoðunar og varðveislu. Þið sögðuð þeim síðar frá því að þið hefðuð fengið lyklavöldin að Xonthal's Tower. Við þær upplýsingar varð þeim kumpánum um og báðu ykkur um að gefa sér tóm til þess að ráðfæra sig. Eftir smá stund var kallað á ykkur aftur og lagt var á borð fyrir ykkur gómsætu tilboði, tilboði sem var mun betra en það sem Rian Nightshade bauð ykkur fyrir hönd "the Black Network". Tilboðið hljóðaði uppá á pening auk, eignar í Waterdeep og starfsfólks til að sjá um eignina á meðan þið væruð ekki þar. Eftir stuttan fund genguð þið að samningi við the Hosttower og afhentuð lykilinn, á móti fengu þið yfirlýsingu þess efnis að þið væruð eigendur eignar í Norður hluta Waterdeep, sem er fínni hlutinn. 

Eftir nokkra daga voru þið kallaðir aftur í turninn og fenguð þið þá að vita að bláa gríman hafi verið verulega gott eintak, líklegast er það ekki alvöru gríman heldur verulega öflug en fölsuð gríma. 

Í kjölfarið var ákveðið að halda í átt að Well of dragons sem er norður af Elturel sem er sunnarlega á "Sword coast". Fyrsta stoppið var á kránni hjá Gilly, en hún hafði opnað innið aftur og bauð ykkur hjartanlega velkomna. Þið fenguð góða máltíð og kynntust unnusta hennar (sem ég man ekki hvað heitir, þar sem ég er ekki með nóturnar fyrir framan mig). Þegar þið voruð að verða saddir og sáttir með magann fullann af frábærri kjötkássu og sérlega góðu öli, urðu þið varir við hávaða að utan, vængjaslátt og það sem eina kom til greina drekagarg. Á sama tíma opnuðust hurðirnar og verur ruddust inn……… og þar stoppuðum við!!!

View
Mission to Thay
A gnomes tale of torture

Smá pirringur í DM'inum… var búinn að skrifa 1000 orða recap sem þurrkaðist út.

Alla vega, þið komuð aftur til waterdeep, versluðuð aðeins, hittuð Nyh Ilmichh sem var sendur af Red Wizards til þess að koma á smá samvinnu við að þurrka út sameiginlega óvini. Þið fóruð til Thay. Þar lentuð þið í misskemmtilegum aðstæðum. Byrjaði ágætlega á spjalli við Tharchion Esaldra Yeth. Eftir spjall og kvöldmat fóru þið að sofa, Flesti sváfu ágætlega, fannst þeim dreyma dimmar dökkar verur en Barnabus og Pavlo dreymdu verulega raunverulega drauma um pyntingar. Pavlo lét eftir upplýsingar en Barnabus er prinsipp gnome og gerði það ekki. Treystir ekki sköllóttum Rauðklæddum galdramönnum lengra en hann getur kastað þeim. Þrátt fyrir allt ákváðu Rauð galdramennirnir að bjóða fram aðstoð sína. Eftir ævintýrin í They var ykkur skutlað aftur til Waterdeep. 

Þið fóruð á fund Rian Nightshade, agent frá Zhentarim sem óskaði eftir því að kaupa af ykkur lykilinn að turn Xonthal's, buðu 50000 gp ásamt, heilsu elixír og fl. áhugavert glingur. Þið afþökkuðu pent. 

Daginn eftir var síðast Waterdeep councilið. Þar sögðu þið frá ævintýrum ykkar í Xonthal's tower og í They. Ákveðið var að þið mynduð fara með grímuna til Arcane brotherhood í Luskan, þið ákváðuð einnig að láta þá fá lykilinn að Turninum í staðinn fyrir greiða eða galdrahluti. Að lokum pledguðu allir Council members því að senda sína sterkustu heri af stað til Well of Dragons á meðan þið færuð til Luskan. Og þar hættum við síðast…..

View
Lennithon and his Legion
Demons and devils.....

Þið þustuð í bæinn til þess að ráða niðurlögum óvinarins, Lennithon og félögum. Með smá stund aflögu til undirbúnings gerðuð þið ykkur tilbúna í erfiðan bardaga. Menn reyndu eins og þeir gátu að ná drekanum niður. Hann var ekki á þeim buxunum og þrumaði eldingu í Barnabus og Arthanax, en þeir átu eldinguna eins og menn, Arthanax beit þó öllu meira í hana. Bláir abishai djöflar reyndu hvað þeir gátu til þess að halda ykkur og láta ykkur ráðast gegn hvor öðrum. Það gekk frekar illa. Mezzoloth og Nycaloth's árar reyndu að éta ykkur og stinga, það gekk að einhverju leiti. Gwildor fékk sérlega mikið að kynna á því. En hann barði þó vel til baka líka. Valinar hélt áfram að punda í dreka og rak Lennithon á flótta. Hann lét það þó ekki aftra sér og elti hann fljúgandi og skaut örvum af fullum krafti í hann og náði að gera úr honum bláann nálarpúða að lokum. Eftir því sem á leið náðu þið að lokum yfirhöndinni og murkuðu lífið úr abishai djöflunum og Yugoloth árunum. Skyndileg heyrðuð þið allir dimman hlátur sem þið könnuðust við og fékk Valinar tvo eldhnetti í bakið á sér. Þar stóð skyndilega Taraz the Fair og réðst á ykkur. Hann reyndi eins og rjúpa við staur að murka lífið úr Valinar, en allt kom fyrir ekki. Og jafn skyndilega og hann birtist hvarf Taraz. Á sömu stundu sáuð þið veru klædda í fjólubláan cultista búning með grímu fyrir andlitinu standa yfir Lennithon, en áður en þið náðuð að gera nokkuð birtist hlið sem hann gekk innum og hvarf. Fljótlega birtust bæjarbúar og fögnuðu ykkur sem sönnum hetjum og þökkuðu ykkur fyrir. Og þar stoppuðum við síðast.

View
Delving under the Tower
Lennithon returns

Eftir stutta hvíld héldu menn áfram að leita að Iskander, og notuðu þið stundaglasið til þess að komast í neðanjarðar hvelfinguna. Þegar þið komuð niður, mættu ykkur sóðaleg sjón, en þrjú lík cultista lágu blóði drifin á gólfinu í herberginu, tvö þeirra greinilega með brunasár, líklegast áverkar eftir galdur. blóði drifin slóð lá útúr herberginu. Þið hentust yfir í næsta herbergi og um leið og þið stiguð þar inn birtust 3 elementals. Barnabus sýndi eldelementalnum hvar Dabbi keypti ölið og sá það grey aldrei til sólar, stuttur bardagi þar sem að þið voruð nokkuð fljótir að stúta óvinum ykkar. lítill kistill var á borði og í honum fundu þið 3 scrolls sem veittu vörn gegn earth elementals og fire elementals. Tvær leiðir lágu úr þessu herbergi og var önnur tröppur niður og var blóðug slóð þangað, en hin leiðin leiddi að lokaðri hurð. Þangað fóru þið næst og kíkti Valinar inn í herbergið, þar í miðju herberginu var stærðarinnar hvirfill, sem snerist á ógnar hraða. Herbergið var greinilega einhverskonar rannsóknarstofa. Þið skelltuð ykkur inní herbergið. Þið tókuð eftir því að inní hvirfilnum voru nokkrir mismunandi litaðir steinar. Barnabus ákvað að fiska þá með þvi að nota pottinn sinn og reipi. Það gekk ekki betur en svo að hann missti tak á reipinu og potturinn þeyttist inni í hvirfilinn, slóst þar um í smá stund og í látunum skaust rauðlitaður steinn útúr hvirflinum, sá brotnaði í öreindir og uppúr honum spratt Fire elemental. Menn fóru í bardaga stöður og með ótrúlegri lagni náðu þið að ýta í heild þremur öðrum steinum útúr hvirflinum, allir brotnuðu þeir og út úr þeim komu mismunandi elementals. Potturinn hans Barnabus þeyttist út úr honum líka og small í veggnum. eftir smá stund náðu þið þó taki á aðstæðum og slátruðu þið öllum elementulunum nema einum , En Hodozko sendi hann á friðsælt demiplane og væflast hann þar um, líklegast til ómunartíðar. Ekkert merkilegt fannst í þessu herbergi annað en fullt af bókum og rannsókanargögnum sem ekki gafst tími til þess að hella sér yfir.

Áfram var haldið og fóru þið niður stiga, um leið og þið stiguð á stigapallinn blasti við ykkur það sem virtist vera brú í geimnum, engir veggir voru til að passa að þið dyttuð niður. Á sama tíma birtist ykkur á hægri hönd hurð. Þið fóruð inn um hana og þar fyrir innan var herbergi sem var greinilega "study" herbergi, hillur fylltar af bókum fylltu herbergið, vel útskorið og fallegt skrifborð í miðju herberginu. Á því miðju var kort af Faerún fest niður á hornunum með steinum (engar merkingar voru aukreitis á kortinu). Við nánari leit fundu þið leynihurðir á tveimur stöðum í herberginu önnur var við gólfið en hin var á miðjum veggnum. Luther fór og opnaði hurðina og um leið og það gerðist byrjuðu pappírs arkir og bækur að ráðast á ykkur, þrátt fyrir að þið ættuð auðvelt með að berja þær niður bættust sífellt fleiri við, og að lokum var ákveðið að hensast út úr herberginu aftur, því þó auðvelt væri að hakka pappann niður að þá urðu paperköttin fleiri og fleiri, auk þess var verið að vinna í kappi við tímann og finna Iskander.

Þið röltuð eftir ganginum og er þið horfðuð í kringum ykkur sáu þið óþekktar stjörnumyndanir og halastjörnur þeytast um og fór ein svo nálægt að þið urðuð að hafa fyrir því að haldast á ganginum, reyndar tókst Arthanax ekki að passa sig nóg og féll hann af brúnni, það var honum til happs að hann gat misty steppað aftur á göngubrúna og féll hann því ekki um ómunatíð. Áfram var haldið og komu þið að krossgötum. Þegar þangað var komið varð umhverfið aftur eins og í göngum. Beint á móti ykkur var lokuð hurð, ykkur á hægri hlið var gangur og einnig var gangur til vinstri, þar sáu þið hurð. Menn ákváðu að fara til vinstri og fóru þar inn í hurðina. Herbergið var risastórt og minnti lögun þess á stundaglas, en inni í þessu herbergi voru einmitt tvö risastór stundaglös.  Upp við vegginn vestanmegin lá blóðug mannvera og hélt hún á blárri drekagrímu í annari hendi og í slíðri á fæti hennar var girnilegur kuti. Augljóst var að veran var látin. hún var klædd í klæði drekacöltsins. 

"Two massive hourglasses  occupy this  irregularly shaped chamber.  Their glass  globes  are  nearly fifteen  feet across, with  each  hourglass  rising almost to the ceiling thirty feet overhead.  Each  is  suspended  by chains,  pulleys,  and gears  in  such  a way that it can  be turned  over to  set its sand  running." Menn prufuð að toga og teygja á stundaglösunum en ekkert markvert gerðist. Þá töltu menn í næsta herbergi og var það ekkert merkilegra en að það var geymsla fyrir allskyns gamalt reagents og þess háttar stöff. Þá var haldið í síðasta herbergið, þegar þið komuð að því sáuð þið standa þar við taflborð þennann gaur…

Hann stóð við taflborð og virtist þungt hugsi, brosti síðan sínu breiðasta og spurði hvort að þið væruð ekki til í að hleypa honum út, þá tóku þið eftir því að hvítu efni hafði verið stráð í meðfram öllum veggjum herbergisins. Eftir smá karp og fuml og fuð gerðuð þið samning við Taraz the fair um að hleypa honum út gegn því að yfirgefa þetta plane og ekki koma aftur, auk þess að þið settuð inn klausu um að hann mætti ekki skaða neinn á þessu planei. Ef hann skyldi lofa því myndu þið sleppa honum út. Ritað var á samning þess efnis, og þurrkuðu þið út smá part af salt hringnum, hann hvarf og þið stóðuð einir eftir, skyndilega stóðu þó þrír eld elementals hjá ykkur, en þeir gáfu ekki frá sér hita og voru eingöngu tálsýn. Þið ákváðuð þá að drífa ykkur af stað aftur. Þið teleportuðuð ykkur aftur í áheyrnarsalinn, en þar höfðu cultistar þó komið sér fyrir og biðu eftir ykkur. Eldhnettir sprungu í smettin á ykkur og upphófst mikill chaos bardagi sem var þó nokkuð epískur, og voru menn barðir sundur og saman með hamri, sverðum, örvum og göldrum. Eftir bardagann náðu þið ykkur aftur og lootuðu cutistana. Lootið samanstóð af 250 pp, 3 gems virði 1000 gp, einn demantur að virði 1100 gp. tveir "ring of flying" og eitt scroll af deleyed blast fireball. Síðan héldu þið út og þá blasti við ykkur kaldranalega sjón en risastór blár dreki flaug yfir þorpið Xonthal's tower og stóðu fjölmörg hús í björtu báli. Ásamt drekanum Lennithon, sem nokkrir ykkar könnuðust við frá árásinni á þorpið Greenest nærri hálfu ári áður, voru aðrar verur sem þið hafið aldrei séð áður….

View
How to frustrate 3 guys in a day
Also.... entering the Tower

Margar tilraunir voru gerðar til þess að komast út úr herberginu með sundialinu, menn hoppuðu í gríð og erg uppá sundialið, fóru í allar mögulegar útgönguleiðir, í einni slíkri fóru þið inní annað völundarhús og um leið og þið skelltuð ykkur inní það réðust á ykkur 2 gorgon's stutt saga styttri, Barnabus hakkaði áldósirnar saman, Valinar breyttist í stein styttu og þið náðuð tveimur demöntum sem birtust í kjölfar þess að Gorgon's spúðu yfir ykkur petrified andardrætti (heppilegt að Arthanax kunni galdurinn Greater Restoration). Enn héldu þið áfram að reyna að koma ykkur í gegnum mazeið og prufuðu þið að henda steinum á sundialið og klifra uppá það, fara í sömu útgönguleiðina aftu og aftur, reynduð að fara í sitthvora leiðina á sama tíma, einn var sendur af örkinni og kom hann ekki aftur fyrr en tveimur tímum seinna. Sá hinn sami var þó pottþéttur á því að hann hefði nú bara verið í burtu í mínútu. Menn lögðu síðan allir höfuðið í bleytu (og köstuðu uppa á Int) og þá datt einhverjum í hug (Valinar að mig minnir) að í lang flest skiptin fóru þið ekki í þá átt sem skugginn/skuggarnir bentu heldur á milli þeirra, því var ákveðið að prufa að henda sér á limgerðið á milli útgöngu leiða og Voila! þið komust út og nánast löbbuðuð á turninn. Turninn var ekki með neina inngöngu leið. Þið sáuð líkið af fallna cultistanum sem Iskander henti fram af. Hann var rétt hjá hringlaga tákni. eftir nánari eftirgrennslan komust þið að því að þetta var einhverskonar teleportation circle. Áður en þið stiguð inn í hann litið þið til baka og sáuð leið inn í mazeið og sáuð inn í herbergið með sundialinu, ca 30 fetum til vinstri frá þeim inngangi var annar gangur sem leiddi beint til þorpsins, þið gátuð svarið það að miðað við staðsetninguna og þeirri staðreynd að stígurinn var beinn og lá beint í gegnum mazeið að þá var þessi stígur ekki aðgengilegur að framanverðu. Allavega, menn hentu sér á hringinn og skömmu síðar birtust þið í því sem virtist vera áheyrnarsalur, þar sáu þið kvennmann liggja í blóði sínu í einu horninu. Ykkur fannst svoldið einkennilegt sú staðreynd að utanverðu þá var Turninn kassalaga, en þegar þið komuð inn þá var hann hringlaga. 

Cultistinn hafði klárlega verið stunginn nokkrum sinnum og virtist hafa verið fleygt til hliðar. Þið funduð síðan hringlaga apparat fyrir neðan og á milli svalanna í þessu herbergi. á því voru 8 tákn. (Ég gleymdi reyndar að minnast á það að fyrir neðan apparatið var síðan eitt tákn til viðbótar, rétthyrndur þríhyrningur) á hringnum með táknunum vor eftirtalin merki, eldur, stjarna, kassi, rétthyrningur, "L" á hvolfi, það sem virtist vera stóll, stundaglas og annað sem var merkt með 2 stólum (hér er smá retcon, á efri svölunum í þessu herbergi var sitthvor teleport hringurinn, en ekki á milli þeirra eins og ég sagði í gær, sorry, hefur samt engin áhrif þannig séð á framvinduna, þar sem að þið komust tiltölulega auðveldlega þangað upp). Anyways, þið byrjuðu á að ýta á stundaglasið og stólinn og stuttu seinna var eins og kveikt væri á ljósum á teleport hringnum og þið hurfuð en birtust aftur í sama herbergi, þá prufuðu þið að ýta á stundaglas og tvo stóla, og færðust þá á milli balconies. Síðan prufuðu þið að ýta á merki merkt stjörnu og stuttu seinna hurfu þið og komuð þið inní annað hringlaga herbergi.

"This  chamber is clearly the workplace o f a wizard. A  pair o f voluminous tomes on  astronomy and  astrology  lie open  on  a table.  A massive telescope o f brass,  crystal, and  polished  mahogany rests  on  an  intricate stand  in  the middle o f the chamber.  A ladder rests against one wall, and  an  immense crystal  lens  is  embedded  in the ceiling. Curiously 8 piles of bones and skulls litter the floor." 

Pavlo hljóp upp að sjónaukanum og byrjaði að skoða hann, sá hann ekkert nema bara fallegan bláan himinn. Valinar var handviss um að hann hafi heyrt þrusk komandi frá svölunum. Við það byrjuðu menn að undirbúa sig undir hugsanlegan bardaga. Valinar byrjaði að bera olíu á örvar sínar, Pavlo kastaði á sig 2 göldrum (mirror image og Armor of Agathys) og Barnabus byrjaði á því að tölta rólega af stað í átt að svölunum. skyndilega birtust 2 cultistar í hurðargættinni að svölunum, gráir fyrir járnum og virtust kasta göldrum, en af einhverjum ástæðum virtust þeir ekki virka á ykkur, Skyndilega risu upp 8 beinagrindur úr hrúgunum á gólfinu og réðust á ykkur. Valinar var enn að coata örvarnar sínar uppúr Oil of sharpness (það var á þessum tíma sem sem hann fattaði að það er farið að verða ansi léttur örva pokinn hans… æææ). Barnabus réðist á cultistana tvo sem höfðu birst og byrjaði að láta höggin dynja á þeim, hann var svo sem ekkert rosalega lengi að ganga frá fyrsta cultistanum og ekki heldur þeim seinni. Pavlo henti út einum Thunderwave spell og henti beinagrindunum aðeins til. Skyndilega birtist skuggaleg vera sem kastaði galdri, og þegar hann lenti á ykkur fundu þið kalt vatn renna á milli skins og hörunds.

Beinagrindurnar heldu áfram að reyna að punda ykkur, Valinar skaut nokkrar skellies. skyndilega birtis enn einn cultistinn og virtist casta spell á skuggalega manninn og við það hvarf hann. á sama tíma hvarf Cultistinn skyndilega. Barnabus reyndi að berja í svæðið þar sem að skuggalegi maðurinn hafði staðið nokkrum sekúndum áður og virtist hitta hann vel, Barnabus reiddi aftur til höggs en hitti ekki í seinna högginu. Pavlo og Valinar héldu áfram að taka út skellies. Skyndilega birtist cultistinn og kastaði galdri á ykkur alla, Pavlo og Valinar náðu ekki að hrista það af sér. (það má geta þess að Dikki kastaði þremur ásum í röð í gærkvöldi, vel gert Richard). að því loknu hvarf cultistinn aftur. svona gekk þetta í smá stund, Cultistinn blikkaði ótt og títt inn og út og kastaði göldrum, Barnabus og Valinar voru fastir töluvert lengi. Ekki nóg með að Barnabus hafi verið haldið með galdri, að þá fékk hann líka svartan geisla frá sér sem saug úr honum mikinn styrk. í eitt skiptið sprakk eldhnöttur í andlitið á Valinar og Pavlo. Það má segja að hetjunum hafi lengi vel ekki gengið vel. Aftur risu upp beinagrindur og réðust til atlögu, Dikka var breytt í kött, Pavlo kallaði til Barnabus að hafa ekki áhyggjur af þeim, síðan sprengdi hann eldhnött inn í miðjum hóp beinagrindanna og þurrkaði þær út. Á þessum tímapunkti  var dökklædda veran orðin svolítið sjálfsörugg og birtist skyndilega inn í miðju herberginu, Það voru mistök hennar því Valinar og Barnabus sem var nýbúinn að losa sig undan haldi "Hold person" galdursins réðust til atlögu og barði Barnabus kappan í hakkabuff að dönskum stíl. á sama tíma birtist síðasti Cultistinn og beið Valinar og Pavlo ekki boðanna og punduðu hann niður með örvum og hníf. Bardaginn kláraðist og menn voru sannanlega illa farnir. Hafist var handan við að loota nýlátna óvinina og fundust eftirfarandi Items á óvinunum;

 • Cloak of invisibility (legendary item, requires attunement)     
 • Bag of holding
 • Rod of the pact keeper +2 (very rare, requires attunement)
 • Ring of Fire resistance (requires attunement)
 • Headband of Intellect (requires attunement)
 • Nine lives stealer rapier (very rare, requires attunement) 6 charges
 • Wand of magic missiles (does not require attunement) 7 charges, 0 charges left restores 1d6+1 each morning.
 • 500 gp og 50 pp
 • Spellbook
 • Stundaglas
 • 2 potion of superior healig og 1 potion of supreme healing.

Þarna létum við staðar numið

View
A Maze in(g) the mountain side
Xonthal's Tower

Völundarhúsið fyrir framan Turninn er hringlótt og limgerðið c.a. 8 feta hátt. Pavlo sendi Margréti sína af stað sem flaug í átt að turninum. Margrét flaug áfram og hvarf skyndilega, ca 30 sekúndum seinna birtist hún fljúgandi og kom þá frá bænum. Hún tjáði Pavlo að hún hafi flogið í rúma 3 tíma án þess að nálgast turninn. síðan birtist hún skyndilega við bæinn. Menn voru því vissir um að það væri klárlega vel varið göldrum. Hópurinn hentist þá inn og kom inn í kassalaga herbergi sem var með átta útgönguleiðir ásamt Sundial í miðju þess.

Menn fóru í átt að sundialinu, og tóku þið strax eftir því að þar sem þið stóðuð að þrátt fyrir að sólin skini á bak ykkar að þá benti skugginn á sundialinu beint á móti ykkur og benti á stíg "A". Eftir smá umhugsun gengu þið inn stíg "A". eftir smá göngu birtust þið aftur hjá Sundialinu, og bentu þá skuggarnir á tvær útgönguleiðir "A" og "C". Völdu menn þá útgönguleið "C" þið genguð í nokkra stund og komuð svo i herbergi með stíg og á miðjum stígnum var lítill brunnur sem bubblaði vatn í. Við hlið stígsins var tylft risa stórra bjartra blóma svo virtist sem af þeim skini birta, við nánari skoðun kom i ljós að birtan kom frá perlum sem voru í þeim miðjum.

Menn örkuðu að brunninum, og síðan fram hjá honum, og að lokum út hinu megin, eftir smá labb gengu þið inn í alveg eins herbergi. Þá henti Gwildor smápening í brunninn og þið fóruð allir út. Aftur komu þið í herbergið sem þið voruð að yfirgefa og það sem meira er þið sáuð smápeninginn enn í brunninum. Þá ákváðu þið að færa ykkur alveg í endann á herberginu, það er við innganginn. Gwildor ákvað að grípa eina perluna, við það reyndi viðkomandi blóm að éta hann og hendina, eftir smá kjams gengu þið ákveðnir til verks og slátruðuð blómunum eitt af öðru. í hvert sinn sem að blóm drapst, féll úr því perla. Þið söfnuðuð öllum perlunum saman og ákváðu síðan að henda þeim öllum í brunninn, síðan löbbuðuð þið út og aftur inn í sama herbergið. Tókuð þá allar perlurnar úr brunninum og genguð út. Þá komu þið aftur í herbergið með sundialinu í. Það benti enn á "A" og "C", þá ákváðu þið að fara inn um gang "B" og eftir stutta stund birtust þið hjá sundialinu og þá voru þrír skuggar, þeir bentu á A, "D", "F". Þið ákváður þá að ganga í gegnum leið merkt "E" og stuttu seinna birtust þið einu sinni enn hjá Sundialinu. Nema núna bentu skuggarnir til að byrja með á "B", "D", "F" og "H". Síðan byrjuðu þeir að snúast og snúast hraðar og hraðar, á sama tíma minnkuðu skuggarnir þangað til þeir drógu sig alveg að nálinni í miðjunni og hurfu. Þá tók við stuð tími, menn ákváðu að byrja að ganga í gegnum útgöngu hlið "D". Eftir stutta stund komu þið að  risastóru herbergi með gríðarstórum polli í miðjunni og um það bil feti fyrir ofan mitt vatnið var gríðarfallegur garnet steinn. 

Pavlo ákvað að senda "galdra hendi" til þess að ná í steininn fyrir miðju vatni. Nákvæmlega þá réðust á ykkur 4 Chuul's (risastórir humrar). Þeir reyndust nokkuð harðir og gerðu ykkur erfitt fyrir, en að lokum náðu þið að klára þá. Galdra hendin átti erfitt með að grípa steininn á meðan að risahumrarnir lifðu, en um leið og síðasti féll, náði höndin taki á steininum síðan gengu þið útúr herberginu og komuð aftur að Sundialinu, aftur hegðaði það sér eins og síðast, fjóriri skuggar, byrjuðu að snúast minnka og hvarf síðan að lokum við nálina. Þá ákváðu þið að fara í gegnum hlið "F". Þá komu þið að risastóru svæði, sem á voru bæði kindur og tveir risastórir cyclops. þegar þið komuð inn var þetta eins og frosin mynd.

Þið ákváðuð að taka smá pásu, pissa og fá ykkur að eta. síðan hentuð þið ykkur inn. Þá byrjuðu kindurnar að jarma og Kýklóparnir virtust talal saman, þegar þeir sáu ykkur urðu þeir spenntir og virtust fara í skæri, steinn, blað. Eftir að úrslit lágu fyrir kom annar þeirra til ykkar, horfði á ykkur, reif upp risa stein ca. 70 cm í þvermál og þrumaði honum ca 100 fet og síðan skoppaði hann ca 20 fet til viðbótar. Benti síðan til ykkar, nikkaði höfðinu að öðrum stein og brosti. Þá steig Barnabus fram og reif í steinhnullunginn, hann var ábyggilega um 250 kíló að þyngd… Síðan vatt hann upp á sig og lét steininn vaða, hann flaug ca 80 ft. og skoppaði ca 10 fet, svo það vantaði aðeins uppá. Þá greip Kýklópurinn annan stein og lét hann fljúga, sá flaug ca 110 fet og skoppaði önnur 10. Barnabus greip hann í annað kvikyndi og lét hann vaða og sá flaug ca 110 fet og skoppaði síðan önnur 20 fet áfram. Við það klofnaði fyrsti steinninn sem flaug í tvennt og úr honum datt fallegur tópaz steinn. þið röltuð síðan áfram og komuð aftur að herberginu með sundialinu og enn lét það eins og síðast. Þið tókuð þá gang "A" og komuð inn í herbergi með fallegu Pagoda í. Þar sáu þið eldri mann sem brosti til ykkar og gekk síðan inn í Pagodað.

 

 • Hann settist á stein og beið eftir ykkur, þegar þið komuð inn bauð hann ykkur að setjas á púða, sem birtust þegar hann benti á örðina. Síðan gerði hann hringhreyfingar og uppúr eldstæði sem var fyrir framan hann reis upp ketill, sem á var mynd af glottandi grímu (einhverjir áttuðu sig á því að ketillin var í raun Doa, eins konar andalampi). Hann helti vatni í ketilinn og slatta af laufum með. stuttu seinna hvarf hann skyndilega niður í steinninn og á sama tíma reis stein veggur allt í kringum ykkur og lokaði Pagodainu. Mikil gufa steig upp og fyllti herbergið á skömmum tíma. Barnabus Tók sig til og byrjaði að hamra í vegginn, hreinlega berja hann niður, smátt og smátt meitlaði hann niður vegginn á meðan gufan reyndi að kæfa hetjurnar. Að lokum komust þið út um gatið og hlupuð útúr herberginu og enn mættu þið í herbergið með sundialinu og lét það eins. Þið reynduð alla ganga og nú birtust þið trekk í trekk í í herbergið með sundialinu. Að lokum ákváðu þið að leggja ykkur þar sem að klukkan var orðin ansi margt. daginn eftir Ákvað Valinar að klifra uppá sundialið og við það snarminnkaði hann og hvarf sjónum. Restin hentist á eftir honum og um leið og þið eltuð hann minnkuðu þið allir, síðan birtust þið skyndilega í lausu lofti og félluð allir til jarðar. Skyndilega heyrðu þið hrópað til ykkar, þið lituð upp og í áttina til turnsins þar sauð þið mann standa á svölum turnsins, hann virtist veifa til ykkar og í höndum hans var það sem hugsanlega gat verið drekagríma hann sagði “Heroes, "they saw you in the village! I’ve taken the mask, but they’ll realize it’s missing within minutes! Look for me beneath the tower, for it's the only place I have a chance to hide. This is the key that will let you teleport into the dungeon." As he speaks, the figure holds aloft a second item— some sort of white, glimmering hourglass. “ I will leave it behind after I use it, but others may find it before you do.” Skyndilega birtist annar maður á svölunum og eftir smá átök þar sem glittir í stál og töfraglæringar, fellur árásarmaðurinn niður og þið heyrið þungt "Thud", síðan hverfur hinn maðurinn inn í turninn aftur. 

Þið lítið á sundialið og núna benda skuggarnir á alla 8 útgönguleiðirnar. Þið genguð inn um að mig minnir hlið "A" og eftir stutta göngu komu þið inn í herbergi þar sem vor 6 brynjur ásamt afgöngum af fyrr ævintýramönnum.

Um leið og þið gangið inn um herbergið kemst líf í tvær brynjurnar og ráðast þær á ykkur þetta eru harðir gæjar og þið þurfturð að hafa ykkur alla við. Í hver sinn sem ein brynja drapst lifnaði önnur við og réðst til atlögu, þegar fyrsta brynjan hrundi féll úr henni blóðsteinn eftir að búið var slátra öllum brynjunum einu sinni hlupu þið með einn steininn útúr herberginu. þá birtust þið aftur í sama herberginu og allar brynjurnar voru óskaddaðar og byrjaði dansinn aftur, þið hélduð áfram að slátra brynjunum og Hakkavélin Barnabus fór mikinn í þessum bardaga. fljótlega duttu fleiri blóðsteinar úr föllnum brynjum og þegar búið var að ná nægum fjölda steina handa öllum hlupuð þið út aftur og birtust þið enn einu sinni hjá Sundialinu og þar létum við staðar numið síðast.

View
The third council and an excursion to Xonthal's Tower
The great dragon debate

Elia flaug með ykkur aftur til Waterdeep, hún roundaði saman councilinu og fenguð þið fréttirum það frá Leosin um kvöldið að þingið yrði daginn eftir, þið fenguð einnig summons frá Lady Larael um að koma örlítið fyrr, því að það hefði borist þeim beiðni frá óvæntri átt. Menn hömstruðu öl um kvöldið, fengu sér bestu herbergin í yawning portal og nokkrir tóku sig til og pöntuðu til sín klæðskera til að sauma á sig fínni föt (sumir voru samt meira extravagant en aðrir). Gwildor reyndi að blandast inní siðmenningu og reyndi trekk í trekk (og reyndar tókst að gauka að mönnum einum og einum koparpening). Hann vann einnig í því að klára drekahreisturs brynjuna hans Valinar og er ekki mikið eftir af henni. 

Daginn eftir var aðeins verslað af poison og potion, farið var á councilfundinn. Stuttu áður en hann hófst ræddi Lady Larael við ykkur um beiðni frá The Red Wizards of Thay að senda á þeirra fund meðlimi Waterdeep council til þess að ræða um hvernig Thay geti aðstoðað sword coast og hvernig Sword Coast geti aðstoðað Thay á þessu sameiginlega vandamáli sem Cult of the Dragon er. Óskað var eftir "delegation" að fara til Thay og ræða þar málin. Larael er ekki viss um hvort og hvernig þetta gæti nýst ykkur, en þó væri þetta kannski ekki vitlaus leið þar sem að allt sem hægt væri að gera til þess að skemma fyrir Cult of the dragon væri gott, en hún var ekki viss um hvort að hægt væri að treysta Red Wizards. 

Síðan hófst fundurinn, þá var farið yfir Drekaráðsfundinn og voru allir ánægðir með að hafa fengið drekana á band með hinum minni kynþáttum, að vísu var King Melendrach ekkert hoppandi kátur með að þurfa að biðjast afsökunar á Dracorage Mythal en hann ætlar þó að gera það, enda krefst heiður þess að biðjast afsökunar á þessum voðaverkum álfa. Melendrach mýktist allur þegar kom í ljós að sonur hans væri á lífi, en hann var verulega reiður og pirraður á því og var lengstann hluta fundarins afundinn öllu og öllum, þó mátti greina að brún hans lyftist þegar að hann fékk dreka á sitt svæði. Enn var verið að reyna að ná upplýsingum úr Neronvain, en lítið hafði enn gengið. Hann er í dýflissu í Waterdeep.

Þá var rætt af öllum um sendiför til Thay, í ljós kom að Red wizard að nafni Nyh Ilmichh hafði verið sendur frá They til þess að óska eftir envoy til They til þess að ræða um ógn Cult of the dragon við Thay og Sword coast og komast að einhverju samkomulagi um samvinnu við að eyða þeirri ógn. Búið var að reyna allar mögulegar og ómögulegar aðferðir til þess að komast að því hvort að eitthvað gruggugt lægi að baki þeim hvötum að koma á samskiptum á milli They og Sword coast, ekkert hafði sýnt fram á að það væri svo. 

Þá steig Gwildor fram, en hann hafði fengið bréf frá manni sem kallaði sig Iskander og sagði að hann hafi gert hrikaleg mistök með því að komas sér í Cult of the dragon, en hann var ásamt öðrum í turni sem kallaður var Xonthals Tower þar sem þeir voru með Bláa dreka grímu til rannsóknar, hann vildi sem sagt fá aðstoð við að sleppa þaðan og var tilbúinn að láta bláu grímuna af hendi til þess að svo mætti vera. Councilið var ekki alveg að kaupa þetta, en ekkert benti til þess að bréfið væri falsað eða að það væri neitt annað en hróp á hjálp. Var ákveðið að senda ykkur á svæðið þar sem að lítill hópur ætti betri möguleika á að komast nokkuð óséðir í turninn í stað sizeble hers. 

að lokum var miklum tíma eytt í að velja hvaða factions (eða landsvæði) fengu drekaaðstoð. síðan héldu menn af stað til Xonthal's tower. 

View
The great White Wyrm, and a dragon council
pesky little things, always trying to up us!

Jæja….

Eftir að þið tókuð eftir drekunum, var ákveðið að æða á móti þeim. menn köstuðu göldrum til undirbúnings. Allir nema Valinar ákváðu að vera áfram á Drekanum Eliu. upphófst mikill bardagi, Arthanax og Barnabus fengu flug galdur frá Hodozko og stukku í Hvíta drekann á meðan Elia fór í þann svarta. Svarti drekinn spúði sýruárás á Eliu og Hodozko og við það missti Hodozko augnabliks einbeitingu og byrjuðu Barnabus og Arthanax frjálst fall. Hodozko flaug á eftir Barnabus, en Elia náði að bjarga Arthanax. Þá nýtti Arveiturace sér tækifærið og flaug í hinn einmana Valinar sem flaut í lausu lofti ca 600 ft fyrir framan hana. Í stuttu máli hoppaði Arthanax tvisvar á milli dreka til þess að lemja þá (ekki nema 4500 feta fall ef hann klikkaði) mannlausa brynjan á herðum Arveiturace virtist kasta göldrum, Arva spúði frosti. Elia spúði lamandi eitri, en það virkaði þó á hvorugan vonda drekann sem hristu áhrif þess af sér. Mikið var um klór, bit og þung högg með hölum. Menn lömdu fast með sverðum og hömrum, spjót flugu ásamt örvum. Arthanax veitti svarta drekanum náðarhöggið og drekabaninn Valinar fullkomnaði veiði sína á hvíta drekaparinu Arveiturace og Aurathator með því að fella fyrrnefndan drekann líka. Báðir drekarnir féllu niður ca 4500 feta og lentu í stórgrýttri fjallshlíð og skyldu lítið haldbært eftir sig, nema blóð, og verulega illa tætta skrokka. bein þeirra brotnuðu í mél sem og margar tennur þeirra og horn.

Eftir harðann bardagann fóru þið með Eliu í helli í Star mountains og hvíldust, ferðinni var haldið áfram daginn eftir. Menn náðu að hvíla sig og sofa alla nóttina á meðan Elia var á verði. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram og lentuð þið í Nether Mountains seinni part kvölds. í vistarverum sem þið fenguð afnot af var búið að gera ráð fyrir að menn gætu komið sér í bað og étið eins og þá lysti. Daginn eftir átti drekaráðið að koma saman og ræða málefnin. 

Þið voruð vaktir í dögun og eftir matinn, var ykkur fylgt í risastórann sal, sem var í raun bara náttúrulegur hellir. Þar voru fimm Metallic drekar; Protanther fyrrum "king of justice" hæðsta staða sem hægt er að ná á meðal gylltu drekanna, Ileutha Brass dreki sem hefur átt það til að fara á milli vídda í leit sinni að þekkingu og visku (sögur segja að hann hafi verið lengi gestkomandi hjá Oghma, en hann hefur ekkert viljað tjá sig um slíkt), Otaaryliakkarnos (Elia) silfur dreki sem þið þekkið ágætlega. Nymmurh situr fyrir bronze drekana, hann er mjög hrifinn af þeim eiginleika hina minni kynþátta að velja sér hvort þeir séu góðiri eða vondir, en eins og flestir vita að þá hafa drekar ekki endilega þá getu þar sem að Bahamut skapaði drekana í sinni mynd og hann er að sjálfsögðu góður. að lokum er þar Copar drekinn Tazmikella, en hún hefur kynnst hinum minni kynþáttum afar náið þar sem að hún hefur lengi búið meðal þeirra. 

Á þinginu voru flestir á því að það þyrfti að fara að ráðast gegn cultinu sem allra fyrst. Protanther er á því að þetta sé verk dreka þar sem að hugsanlega sé verið að kalla fram Tiamat og að drekar væru einir nægjanlega öflugir til þess að ráðast gegn henni og hennar afsprengjum. Tazmikella, Elia og Ileuthra eru á því að protanther hafi rétt fyrir sér að það þurfi að fara sem fyrst og berjast við þessa ógn, en ekkert þeirra truir því að drekarnir komi til með að ráða við það einir. Nymmurh var einn drekana sem var ekki algerlega sammála Protanther, en hann var þó á því að eitthvað þyrfti að gera. Eftir að drekarnir höfðu rætt sín á milli í dágóða stund var að lokum hleypt ykkur að. Eftir mikið babl og rökræður féllust drekarnir allir sem einn að aðstoða ykkur, en tveir voru þó með kröfur um að þið mynduð gera verkefni fyrir þá. Protanther sagðist myndi aðstoða hina minni kynþætti, <u>Ef </u>Melandrach Kóngur myndi formlega biðjast afsökunar á þeim voðaverkum sem framin voru vegna Dracorage Mythal. Einnig óskaði Tazmikella eftir því að  Adamantine platemailið sem Barnabus klæddist yrði skilað til hennar sem réttmæts eiganda þess dýrgrips. Að sjálfsögu varð Barnabus við þeirri beiðni.

Eftir fundarhöldin var ykkur fylgt til herbergja ykkar aftur og Elia bað ykkur um að halda þar kyrru fyrir, síðan myndi hún flytja ykkur aftur til Waterdeep, þar myndi hún tilkynna að fyrir tilstuðlan ykkar myndu Málm drekarnir bjóða fram sína aðstoð þegar í stað og þegar tíminn fyrir árás á cuultið kæmi þá myndu fleiri drekar mæta til að aðstoða. ca klst. síðast komu Tazmikella og Elia til ykkar og færðu ykkur sem gjöf þrjá hluti. Tazmikella færði Barnabus brynjuna aftur og Elia gaf ykkur töfrateppi, að lokum færði Tazmikella ykkur sannkallaðann dýrgrip en það var forláta cape, hún sagði ykkur að það héti Cabal's Ruin.

Elia ætlaði að leggja af stað til Waterdeep eldsnemma næsta morgun, og þar hættum við síðast.

 

View

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.