Tyranny of Dragons

Það sem hefur gengið á

Wrapping up things

það er svoldið síðan ég skrifaði eitthvað hér inn… 

Allavega, það sem gerðist eftir að bardaganum í Yuan-Ti hlutanum lauk var að þið kláruðuð að skoða allt tombið, börðust við drauga og eydduð þeim og akkerinu sem batt þá við herbergið. Þið komust hjá því að berjast við skeggjuðu djöflana, funduð bók sem þið skiluðuð svo í bókasafnið hjá bókaverðinum sem hvarf síðan. Eftir það fóruð þið með töfraþulur sem komu ykkur aftur til Waterdeep. Þar reportuðuð þið til Harper's og gerðuð ykkur tilbúna til þess að ferðast norður sea of moving Ice til þess að finna Maccath the Crimson og hugsanlega mæta Aurathator a.k.a The Old white death. Búið var að finna fyrir ykkur far með bát sem sérhæfði sig í að sigla í gegnum Sea of moving Ice. Menn versluðu sitthvað af dóti ef til bardaga við dreka kæmi. Lagt var af stað norður fyrir og var ferðin tiltölulega einföld auðfarin. Það var ekki fyrr en Þið funduð Oyaviggaton að varirnar votnuðu og action fór að gerast. Eftir að þið komust upp ísjakann komust þið í þorp þar sem bjuggu svokallaðir Ice hunters. Eftir misheppnaðar tilraunir til að eiga tjáskipti við þá þar sem þeir töluðu ekki tungumál sem þið skilduð, ákvað Pavlo að ræða við þá með telepathy og vildu þá Ice hunterarnir meina að Old white death væri sannanlega dauður og ummerki þess væru augljós í kringum þorpið þar sem að öll beinin og beinagarðarnir væru úr honum. Ekki voru þið að trúa þeirri vitleysu og vildu þið fá botn í málið. Til þess að miðla málum stakk Ice hunter shamaninn uppá því að fram færi bardagi og ef þið töpuðu þá þyrftu þið að yfirgefa pleisið, ef þið aftur á móti ynnuð þá myndu þeir gefa ykkur betri upplýsingar. Fyrir hönd Ice hunterana var valinn bardagakappinn "Orcaheart" og fyrir ykkur steig Luther fram. EFtir harðan bardaga hafði Luther betur og náði að B-O-B-A, (bomba) Orcaheart niður. Við það mildaðist aðeins huntera ættbálkurinn og buðu þeir ykkur að gista í einum af huttunum þeirra og bauðst shamaninn til þess að svara spurningum ykkar. Eftir stutta stund birtist hún (shamaninn) með bakka af hráum fiskréttum og lyktin gaf til kynna að ekki væri þetta ferskasti fiskurinn í sjónum. Enda staðfesti shamaninn það og sagði ykkur að hunterarnir kysu fiskinn þannig að það væri nú eitthvað bragð og "kick" í honum. Menn tóku vel til matar síns og borðuðu slatta og þrátt fyrir að búið hefði verið að spikea fiskinn með eitri voru einu eftirköstin þau að þið prumpuðu vel og mikið. Við þetta breyttist viðmót shamansins og eftir að þið fóruð að ræða við hana náðu þið að snúa henni á ykkar band, en hún vildi þó koma í veg fyrir að gera hlut Ice hunteranna verri ef afskipti ykkar af málefnum Old white death myndu klikka. Hún sagði ykkur frá því að Maccath væri þarna einhversstaðar í íshellunum í ísjakanum sem Oyaviggaton var á, einnig sagði hún ykkur frá því að Aurathator væri með Kobolds, Ice toads og Icetrolls á payrollinu sínu…. hún mælti með því að þið færuð niður í íshellana næsta morgun og hentugasta leiðin væri í gegnum göngin í hennar eigin hutti, og sú leið var valin…….

Comments

OlafurG

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.