Tyranny of Dragons

RISE OF TIAMAT!!!

the Council of Waterdeep

Það tók ykkur viku að komast til Waterdeep, menn brölluð mismikið á leið sinni í kastalanum. Einhverjir gerðu sér leðurgrímu, aðrir töluðu við talandi sverð, á meða aðrir ráfuðu um kastalann og unnu í því að koma lausafjármunum fyrir í vögnum, tilbúið til flutnings. Crewinu var hent frá borði ca hálfri dagleið frá Waterdeep, með þrjá asna sem drógu fjársóðinn til Waterdeep. Þegar þangað var komið var farið með fjársóðinn í bankastofnun og skipt út fyrir minni en verðmætari einingar. Þegar því var lokið héldu nokkrir í verslunarleiðangur og reyndu að ná sér í betrum bættan búnað, eitur, elixíra og fleira. en Þegar því var lokið skelltu menn sér á the Yawning portal og voru 4 herbergi tekin til leigu til þess að koma öllu crewinu fyrir, síðan var farið og fengið sér að eta og drekka. Þið heyrðuð því fleygt að einn af masked lords hefði verið myrtur af cultistum frá drekacultinu. Í ljós kom að sá sem myrtur var sé Arthagast Ulbrinter. Sá hafi verið giftur Ramelliu Haventree útsendara Harpersreglunar, hún hefur heitið því að gera allt sem í hennar valdi sé til að tortíma Cult of the Dragon. Skyndilega var eins og að loftþrýstingur lækkaði skyndilega og lágar drunur fóru yfir borgina, virtist vera lognið á undan storminu,, allir á inninu þögnuðu í eftirvæntingu. Fljótlega varð allt samt aftur og kom aftur kliður yfir salinn, en ekkert annað markvisst virtist gerast. Partýið skellti sér út og svipaðist um. Þá spurði Brier skyndilega hvort að allir hefðu heyrt í lúðrinum og hvort að þeir hefðu þessa skrýtnu þörf til þess að hlýða kallinu og fara í suð-austur átt. Enginn kannaðist við að heyra í neinum lúðri og var nokkur reikistefna um það. Í þann mund ganga til þeirra Ontharr Frume og Leosin Erlanthar að ykkur og segjast vera með summons til ykkar frá "The council of Waterdeep" þar sem nærveru ykkar er óskað til þess að fá nánari frásögn af afrekum ykkar. Þeir kumpánar fylgdu ykkur síðan að fundarstaðnum sem var í "the lords palace". Á leiðinni urðu þið aftur varir við skyndilega lækkun loftþrýstings og lágværar drunur þeyttust yfir borgina. Aftur varð Brier hvumsa og spurði "í alvöru, heyrðu þið ekki í lúðrunum". Eftir að hafa verið þráspurður gat Brier ekkert sagt til um hvers vegna hann heyrði í lúðrum en enginn annar virtist heyra það.

Frume og Leosin fylgdu ykkur að The lords palace í castle district í waterdeep, en þar var búið að kalla saman alla masked lords, auk fjölmargra annarra deligates frá hinum og þessum factionum, m.a. Harpers, Order of the Gauntlet, Emerald enclave, Zhentarim og síðan lords alliance. Leosin var þó ekki boðaður á fundinn og fór því eftir að hafa fylgt ykkur, á leiðinni sagði hann ykkur frá því að þó allt council'ið sé á móti cult of the dragons að þá er engin búinn að pledga sig 100% á því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stoppa fyriráætlanir Cult of the dragon. Það sé hluti af verkefni ykkar að kveikja í þessum factions og fá þá til þess að standa sig í stykkinu. 

Á fundinum sögðu þið sögu ykkar og með henni byrjuðu þið á því að vinna factionin á ykkar band, það er þó langur vegur framundan og nóg að gera. Þið létuð einnig af hendi hið mikilfenglega vopn "Hazirawn" og tók Sir Isteval við því. 

Í frásögn ykkar minntust þið á að þið hafið verið að leita að wyrmspeaker að nafni Varram einnig höfðuð þið nú þegar vegið Rezmir, en þó hafi lík hennar verið horfið eftir bardagann við Glazhael. Þið höfðuð einnig heyrt af öðrum wyrmspeaker "Neronvain. Þegar þið nefnduð hans nafn kom fát á King Melandrech, einn af delegates frá "the Lords Alliance". Hann var ekki tilbúinn að trúa þessu og vildi fá einhverskonar sönnun á þessum ásökunum, að lokum sættist hann á það sem fram kom á fundinum, en var þó ekki sáttur við þess uppgötvun. 

Lord Neverember lagði það til að ráðið myndi fá ykkur til þess að klára það verkefni ykkar að ná höndum yfir Varram, þið samþykktuð það. Þá ´sagði Remalia Haventree að útsendari (Leosin) á hennar vegum (þ.e. Harpers) hafi verið að fylgjast með ferðum Varram. Hann myndi hitta ykkur að loknum ráðsfundinum.

Í kjölfarið var noble kona kölluð til, Dala Silmerhalve að nafni, því hún var með upplýsingar um þessar undarlegu drunur sem urðu fyrr um morgunin. Hún sagði að þetta væri "Draakhorn" en það er aldagamalt undratól sem kallar á alla dreka í landinu og að lokum hlýða þeir allir kallinu. Það er hefur verið týnt í nokkrar aldir. Þó hafa einstaka meðlimir í Arcane Brotherhood verið að rannsaka það, þar á meðal tiefling að nafni "Maccath the Crimson". Síðast fréttist af henni norðarlega í "Sea of moving Ice". ekkert hefur frést af henni í nokkurn tíma en besti staðurinn til að byrja leitina myndi vera þar. Ferðin þangað verður klárlega hættuleg, ekki bara eingöngu vegna hættulegrar sjóferðar, heldur er hafsvæðið yfiráða svæði "the Old White Death" öðru nafni nefndur Arauthator. Ráðið vildi að þið tækjuð þetta verkefni að ykkur líka. Þið hafið sýnt að þið séuð nú þegar mjög áhrifaríkir og hafið reynslu af bardögum við dreka. Það skiptir máli þegar hætta er á því  að slíkur óvinur geti verið í spilinu. Dala fræddi ykkur frekar um það sem hún vissi um Maccath og "Drakhorn". 

Eftir fundinn fóru þið aftur á the yawning portal, þar fenguð þið ykkur aftur að borða og hittuð Leosin aftur. Hann sagði ykkur frá því að hann hefði verið að fylgjast með Varram  undanfarið. Hann heyrði þvi fleygt að Varram hafi glatað sinni grímu og hafi farið með miklu offorsi frá sínu heimili. Hann hafi sést fyrr í dag á leið til Boareskyr Bridge. sem er steinsnar frá Baldur's gate og serpent hills svæðinu og um það leyti hættum við síðast :)

Comments

Vó. Mikið lesefni.
Skoð þetta á morgunn :)

RISE OF TIAMAT!!!
OlafurG

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.